<$BlogRSDURL$>

4.5.08

Flutt! 

Farin í 108 m2 einbýlishús með bílskúr og garði, ókeypis út sumarið.

Að vísu fylgir 17 ára unglingur með í kaupunum, vonandi skemmi ég barnið ekki varanlega.

Ég er að reina að velja vers ég á eftir að sakna mest við þessa íbúð sem er búin að vera heimili mitt í 4 ár.

Hér er listi yfir helstu kandidatana:

*Krakkanum sem er að læra á saxafón í næsta húsi.
*Nágrananum sem ælir violently á nótunni.
*Pólska 90's poppinu sem glymur af neðrihæðinni um helgar.
*Nágrananum sem vinnur markvisst í því að eiðileggja fallega gróinn bakgarðinn.
*Opna rafmagnsdósin í eldhúsinu.
*Ofnarnir sem ekki er hægt að lækka hitann á, og undir það síðasta hættu alveg að virka.
*Opnanlegu fögin sem eru ekki lokanleg.

Þetta er erfitt val og ekki tæmandi listi.



En hér er ég búin að eiga góðar stundir og á hundruðir polaroid mynda af mér og vinum mínum í gleðskap og daglegu lífi.

|

29.4.08

29 í dag! 

Búin að bíða lengi eftir því að verða 29 tuttugasta og níunda.

Hress!


|

24.4.08

Í dag grét ég. 

Ég grét yfir því að búa í landi þar sem ráðamenn og fólk gúddera það að lögregla ráðist að fólki í friðsömum mótmælum.

Ég grét yfir því að suðupunkturinn var þegar lögreglan meinar bílstjóra aðgangi að ökutæki sínu er bílstjóri þess ökutækis vildi komast að tækinu til þess að færa það úr stað eins og lögregla krafðist.

Ég grét yfir því að óeirðalögregla væri til á landinu, óeirðalögregla sem skapaði óeirðir í dag.

Ég grét yfir því að lögregla réðist með skjalborg að hrópandi ungmennum, æddu inn í hópinn og snéru þann orðljótasta niður og drógu svo óharnað ungmennið burt í járnum.

Ég grét yfir því að einn bolurinn þurfti að svara ofbeldi lögreglu með grjótkasti og uppskar eftirför og barsmíðar hóps lögreglumanna.

Í dag dó frelsi íslendinga pínu lítið, frelsið til að mótmæla og frelsið til að tjá skoðanir sínar og tilfinningar.

|

10.4.08

Alltaf fjör í kæfuboxinu! 


main organ size

Pípu Orgelið
FNE!

|

1.4.08

FM árásir? 

Ég lendi í þeim ósköpum dag hvern að setjast inn í forláta bílaleigu Gull Skódann minn, setja hann í gang og vera blöstuð með viðurstyggðar FM bylgjum númer 95,7 og aldrei skal ég geta munað þetta og undirbúið fingurna til að lækka og skipta um FM rás þegar ég færi bílstjórasætið fram eftir risann sem blastar FM 95,7 miskunarlaust yfir Gulla Gull Skóda.

Þetta er sá tími dagsins sem mér finnst ég vera gömul.


|

21.3.08

Flugvöllurinn í fyrramálið 

Ég er ekki búin að paka.
Fötin mín eru ennþá blaut.
Ég fer samt á flugvöllinn í fyrramálið og fer Norður/Vestur í fjörið

Leiter geiter!!! LOVE

*Eithvað skolaðist þessi færsla til fyrir helgi.

|

19.3.08

FYI 

ég er hlinnt hvaðveiðum
mótfallin álverum
vil hafa flugvöllinn í vatnsmýrinni
hef verið sektuð fyrir að aka 7 km/klst yfir hámarks hraða
fíla ekki rútuferðalög
tefst á hverjum degi vegna framkvæmda á skólavörðustíg
er ánægð með hvaða áhrif gengi krónunnar hefur á fiskipeninga
finnst íslendingar vera orðnir hellst til málsóknarglaðir
finnst grape og grapesafi best í heimi

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?